1. Raquelita Aguilar, forstöðumaður stafrænnar þróunar hjá Isavia

Konur í tækni - A podcast by Vertonet - samtök kvenna í upplýsingatækni á Íslandi

Categories:

Í þessum fyrsta þætti bjóðum við velkomna Raquelitu Aguilar forstöðumann stafrænnar þróunar hjá Isavia. Raquelita hlaut nýlega verðlaun Nordic Women in Tech í flokknum Digital Leader of the Year en þar var hún valin úr hópi framúrskarandi kvenna sem starfa í upplýsingatækni á Norðurlöndunum. Leið Raquelitu er ekki hefðbundin. Hún var orðin 25 ára gömul þegar hún skráði sig í undirbúningsnám fyrir framhaldsskóla, fór í háskólabrú Keilis og þaðan í háskólanám þar sem hún kláraði BS gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún réði sig hjá Stokki Software eftir námið þar sem hún byrjaði sem QA og vörustjóri yfir í að verða framkvæmdarstjóri fyrirtækisins á aðeins þremur árum.