#8 – Pólitíkin – Andrés og Jóhanna Vigdís fara yfir pólitíska landslagið á lokaspretti kjörtímabilsins.

Þjóðmál - A podcast by Þjóðmál

Categories:

Andrés Magnússon, blaðamaður á Morgunblaðinu, og Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttamaður á RÚV, fara yfir pólitíska landslagið, nýafstaðin og komandi prófkjör og uppstillingar á lista, stjórnarsamstarfið og síðustu vikurnar á þinginu. Kratarósin liggur í jörðinni og enginn virðist ætla að taka hana upp, íhaldið er í vandræðum með endurnýjun en það er slagur framundan í Reykjavík, Viðreisn þarf að koma körlunum fyrir, Miðflokkurinn bíður átekta og Framsókn ætlar að slá lokatóninn. Það eru spennandi tímar framundan.