#67 – Pólitískir leikþættir vekja meiri athygli en alvöru rökræður
Þjóðmál - A podcast by Þjóðmál

Categories:
Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur stundum lýst sér sem sérlegum varðhundi allra lasta. Hún ræðir hér um það hversu langt ríkisvaldið á að teygja sig í búa til dagmömmuríki til að gæta okkar fyrir okkur sjálfum, hvernig reglur um áfengisverslun og tæknifrjóvgun eru langt á eftir samfélagslegri þróun, hvort að yngri kynslóðir geri óeðlilegar kröfur til hins opinbera og það hvernig umræður á þinginu spinnast stundum upp í pólitísk leikrit eins og gerst hefur þegar rætt er um sölu ríkisins á hlut sínum í Íslandsbanka.