#62 – Hiti í hagkerfinu og kulnun í umferðinni – Helgarvaktin fer yfir málin
Þjóðmál - A podcast by Þjóðmál

Categories:
Konráð Guðjónsson, aðalhagfræðingur Stefnis sjóða, og Þórður Gunnarsson, hagfræðingur sem gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjör Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar, fara yfir stöðu mála í hagkerfinu, það hvort að vextir Seðlabankans hafi lækkað of hratt og séu að hækka of mikið, hvaða áhrif stuðningsaðgerðir ríkisins hafa haft í heimsfaraldri og hvaða áhrif það mun hafa þegar og ef af þeim verður látið. Þá er einnig fjallað um rekstur Reykjavíkurborgar og það hvaða efnahagslegu áhrif það hefur ef skipulagsmál eru í ólestri, hvaða þróun mun eiga sér stað í atvinnumálum höfuðborgarsvæðisins og margt fleira.