#57 – Stjórnkerfi Reykjavíkurborgar of stórt og of dýrt

Þjóðmál - A podcast by Þjóðmál

Categories:

Eyþór Arnalds hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér á ný á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Eyþór fjallar hér um ástæðu þess að hann ákveður að hætta í stjórnmálum í bili, um væntanlegt mótframboð sem hann fékk áður en hann tilkynnti ákvörðun sína og um meinta óeiningu í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins í borginni. Þá fjallar Eyþór um fjárhagslega stöðu borgarinnar, sem er vægast sagt slæm, um framtíðina í samgöngumálum og brýnustu verkefnin sem Reykjavíkurborg stendur frammi fyrir.