#41 – Pólitískur ómöguleiki við myndun ríkisstjórnar – Of snemmt að mæta í jarðaför Miðflokksins nema SDG gangi í Sjálfstæðisflokkinn
Þjóðmál - A podcast by Þjóðmál

Categories:
Andrés Jónsson og Friðjón R. Friðjónsson fara yfir þau mál sem tefja myndun nýrrar ríkisstjórnar, undarlega afstöðu Vinstri grænna í loftslagsmálum, það hvort að Sigmundur Davíð ætti að ganga í Sjálfstæðisflokkinn og hvað áhrif hann hefði mögulega þar, talningaklúðrið í Norðvestur og hvaða áhrif það kann að hafa. Þá er rætt um einstaka atriði sem höfðu áhrif á ákvörðun kjósenda í nýafstöðnum kosningum, landlæga útlendingaandúð á Íslandi, framtíðarleiðtoga Sjálfstæðisflokksins og margt fleira.