#35 – Það skiptir máli (að kunna að reikna) – Kristrún slekkur á símanum - Delluhugmyndir Viðreisnar
Þjóðmál - A podcast by Þjóðmál

Categories:
Hörður Ægisson viðskiptablaðamaður og Örn Arnarson hagfræðingur ræða um það sem hefur – og hefur ekki – komið fram um efnahagsmál og viðskipti í þeirri kosningabaráttu sem nú er brátt á enda. Sjálfstæðisflokkurinn virðist ekki þora að tala um efnahagsmál, Viðreisn boðar delluhugmyndir um tengingu krónunnar við evru, Píratar kunna ekki að reikna og á meðan siglir Framsókn lygnan sjó með því að tala ekkert um efnahagsmál. Þá er farið yfir mál Kristrúnar Frostadóttur sem gerði heiðarlegum fjölmiðlamönnum upp annarlegar hvatir í vikunni.