#25 – Björn Bjarnason ræðir stöðuna í stjórnmálum í aðdraganda kosninga
Þjóðmál - A podcast by Þjóðmál

Categories:
Björn Bjarnason, fv. ráðherra, fjallar um alþjóðasamstarf og alþjóðaviðskipti, mýtusagnir þeirra sem telja að aðilda að Evrópusambandinu myndi bæta landbúnað hér á landi, viðskiptatakmarkanir stórvelda og loks stjórnmálin hér heima og stöðuna í stjórnmálum í aðdraganda kosninga. Þá fjallar Björn einnig um ásakanir þess efnis að faðir hans, Bjarni Benediktsson, hafi reynt að koma í veg fyrir útgáfu á verkum Halldórs Laxness í Bandaríkjunum, en nú hefur verið sýnt fram á að þær sögusagnir voru uppspuni frá rótum.