#24 – Unga fólkið á Kúbu vill ekki sósíalisma – Byltingin er búin að éta börnin sín

Þjóðmál - A podcast by Þjóðmál

Categories:

Alejandra Franganillo hefur verið áberandi á samfélagsmiðlun vestanhafs að undanförnu og talað fyrir málstað þeirra sem vilja losna undan oki kommúnistastjórnarinnar á Kúbu. Hún býr í Flórída í Bandaríkjunum en afi hennar og amma flúðu frá Kúbu á 7. áratugnum og faðir hennar síðar. Hún segir okkur frá daglegu lífi á Kúbu, mýtunni um fyrirmyndar heilbrigðis- og menntakerfi og hvað það var sem ýtt af stað þeim mótmælum sem nú standa yfir í landinu.