#17 – Kristján Þór kveður stjórnmálin sáttur eftir 35 ára feril
Þjóðmál - A podcast by Þjóðmál

Categories:
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, á að baki langan feril í stjórnmálum – fyrst sem bæjarstjóri í rúm 20 ár og síðar sem þingmaður og ráðherra. Í hlaðvarpi Þjóðmála ræðir hann um ferilinn, árin í stóli bæjarstjóra, stórar ákvarðanir sem hann tók á meðan hann var heilbrigðisráðherra, umræðuna um landbúnað og sjávarútveg og það að velja sér ráðuneyti sem eru ekki endilega fallin til vinsælda. Þá ræðir Kristján Þór um samskipti atvinnulífs og stjórnmála og þá óvægnu umræðu sem hann hefur þurft að þola vegna tengsla við Samherja.