Vefarinn
Þjóðlegir þræðir - Hlaðvarp um handverk - A podcast by Anna Dröfn Sigurjónsdóttir
Categories:
Í þættinum um vefarann höldum við áfram að ræða um vaðmál sem lengi vel var helsta útflutningsvara Íslendinga. Í nútíma samfélagi er hins vegar lítið um að fólk sé með risavaxinn vefstól í stofunni hjá sér. Hins vegar vill svo til að við fundum slíka konu í Borgarfirði, sem ekki er með einn heldur tvo vefstóla uppi. Við heimsóttum vefnaðarkennarann og listakonuna Snjólaugu Guðmundsdóttir á Brúarlandi á Mýrum og heyrðum mörg torkennileg orð sem við erum enn að melta...