Skinn og sútun

Við höfum harðan skráp, eltum skinn og kíkjum á Snæfellsnesið enn einu sinni. Í þetta sinn á Hákarlasafnið í Bjarnarhöfn þar sem við fræðumst um hákarlaskráp. Anna virðist hafa farið á of mörg námskeið og segir okkur frá sútunarnámskeiði hjá Lenu Zachariassen þar sem hún lærði undirstöðuatriðin í sútun sem hún ætlar að gera í dauða tímanum, og við lærum að græða peninga með nábrók.

Om Podcasten

Á Vesturlandi má finna allskonar handverk sem okkur Sigrúnu þykir mikilvægt að fjalla um og kynna. Í fyrstu 10 þáttunum ferðumst við víðsvegar um héraðið og kynnumst hæfileikaríku fólki með allskynd efnivið. Speglum handverkið í fortíðinni og kynnum okkur Jónas vikunnar, upplestur úr Íslenskum þjóðháttum eftir Jónas frá Hrafnagili.