Covid-19, framtíðin, markaðir og bitcoin - Kristján Ingi Mikaelsson
Categories:
Velkomin í þennan fordæmalausa hlaðvarpsþátt á þessum skrítnum tímum. Þáttur dagsins verður með breyttu sniði, þar sem ég er að hita upp fyrir seríu um Covid-19 veiruna og ýmsa anga hennar. Í þessum fyrsta þætti mun ég opna almennt á umræðuefnið og fara í helstu ábendingar og spurningar sem mér hafa borist í kjölfar faraldursins. Það er mikilvægt að taka það fram að ég er ekki sérfræðingur í veirufræðum, en ég mun gera mitt allra besta til stikla á stóru í þessum málum ásamt því að snerta lauslega á umræðuefni sérfræðinganna sem koma í næstu þáttum Næstu þættir munu birtast með eins til tveggja daga millibili, þar sem þekking er að úreldast jafn harðan. Það er því mikilvægt að koma upplýsingum fljótt áleiðis eins og kostur er. Við munum fyrst fara yfir læknisfræðilega hegðun og áhrif veirunnar. Síðan förum við í samfélagslegar breytingar og viðbrögð stjórnvalda. Næst förum við yfir áhrifin á hagkerfið. Málefni þáttarinns er út um víðan völl en einungis um þau áhrif sem veiran er að hafa. Við byrjum á því að setja núverandi aðstæður í sögulegt samhengi. Því næst fjöllum við lauslega um hagkerfið og þá sprengju sem óværan er að varpa inn í markaði og að lokum tala ég um Bitcoin og þá miklu siglingu sem það mun taka í kjölfar breyttrar heimsmyndar. Ég vona að þessi sería komi sér vel fyrir þig kæri hlustandi. En nóg um það, vindum okkur í þáttinn.