#7 - Rekjanleiki matvæla með bálkakeðjum - Hlynur Þór Björnsson
Categories:
Hlynur Þór Björnsson er stjórnarformaður Rafmyntaráðs Íslands og er einnig einn af stofnendum rafmyntamarkaðarins isx.is. Hlynur hefur komið víða við í fjármálakerfinu en hann var áður yfirmaður áhættustýringar hjá Valitor, yfirmaður áhættustýringar hjá lífeyrissjóðnum Gildi, í áhættustýringu hjá Arion Banka og var einnig í fjárstýringu Landsbankans. Í þessu samtali ræddum við um bálkakeðjur og hvernig hægt er að skrásetja og fylgja matvælum með hjálp þeirra en þessi tækni er að valda byltingu í gegnsæi og upprunarakningu matvæla. Hlynur vann meistaraverkefni í Iðnaðarverkfræði sem snéri að flutningastýringu lausfrystra sjávarafurða og er núna að skoða tækifæri til að nýta bálkakeðjur í landbúnaði og sjávarútveginum á Íslandi. Áður en við byrjum samtalið langaði mig að lauma inn tveimur tilkynningum. Mig langaði að hvetja þig til að skrá þig á fréttabréf Rafmyntaráðs á vefsíðunni ibf.is. Við sendum reglulega út póst með öllu sem er að gerast í rafmynta- og bálkakeðjugeiranum ásamt komandi viðburðum. Í september mun Háskóli Íslands ásamt Rafmyntaráði vera með fyrirlestraröð um rafmyntir og bálkakeðjur. Stefnt er að því að halda fyrlestur alla þriðjudaga kl 3, en við munum senda nákvæmari tímasetningar frá okkur í fréttabréfinu. Mig langar einnig að hvetja þig til að senda okkur ábendingu um viðmælendur eða umræðuefni á netfangið [email protected]. En nóg um það, vindum okkur í samtalið.