#16 - Undirbúningsþáttur fyrir áramótin
Categories:
Í dag verður þátturinn ekki formlegur þar sem ég er að vinna hörðum höndum þessa dagana að koma saman áramótaþætti. Það hittir svo skemmtilega á að þarnæsti þriðjudagur er gamlársdagur, sem er líka síðasti dagur áratugarins. Það fer reyndar eftir því hvernig fólk telur, en í mínum bókum er það allavega upphaf áratugarins. Þátturinn gefur okkur því tækifæri sem við gátum ekki látið renna okkur úr greipum og þetta stefnir í að vera viðamesti þátturinn frá upphafi. Ég er að taka saman efni og eiga mjög skemmtileg viðtöl við einstaklinga sem hafa mikið að segja um komandi áratug og þann sem er að líða. Í þættinu munum við helst velta upp hvernig áratugurinn snýr að tækni en það er erfitt að fjalla um komandi áratug án þess að tala um samfélagslegar breytingar sem eru líka að eiga sér stað. Ef þú ert með hugmynd að vinkli til að ræða máttu endilega senda mér línu á [email protected] þar sem það er ennþá möguleiki að lauma viðfangsefni eða viðmælanda inn í þáttinn.