Síðasta lag fyrir myrkur - Yfir höfin (Isabel Allende)
Hlaðvarp Bókasafns Hafnarfjarðar - A podcast by Bókasafn Hafnarfjarðar
Categories:
Síðasta lag fyrir myrkur er... Yfir höfin. Hjalti Snær Ægisson bókmenntafræðingur leiðir okkur inn í kvöldið með bókum, sögum, sagnfræði og tónlist í bókmenntahlaðvarpi Bókasafns Hafnarfjarðar, einn eða með góðum gestum. Sestu í uppáhaldsstólinn þinn, helltu upp á kaffi og komdu með. Fyrsta hlaðvarp vetrarins fjallar um Yfir höfin eftir Isabel Allende. Bókin segir frá því þegar fasistar ná völdum á Spáni í lok borgarastyrjaldarinnar árið 1939 og þúsundir neyðast til að flýja eftir háskalegum leiðum til Frakklands. Meðal þeirra eru ungi herlæknirinn Váctor og Roser, barnshafandi ekkja bróður hans. Til þess að komast af neyðast þau til að ganga í hjónaband sem hvorugt þeirra óskar sér. Örlögin leiða þau til Chile með skipi sem skáldið Pablo Neruda hefur leigt til bjargar flóttafólki og saman tekst þessum útlögum að skjóta rótum í framandi meginlandi á meðan styrjöld geisar í Evrópu. En blikur eru einnig á lofti í afturhaldssömu og stéttskiptu samfélaginu í Chile. Yfir höfin er söguleg skáldsaga sem spannar nokkrar kynslóðir og tvö meginlönd. Þetta er saga um ástir, fjölskyldur, stríð og leitina að samastað í viðsjálli veröld. Isabel Allende er fyrir löngu orðin einn ástsælasti rithöfundur heims, enda er hún einstök sagnakona. Aðdáendur hennar munu ekki verða sviknir af þessari margbrotnu frásögn sem streymir fram eins og litríkt og ólgandi stórfljót. Sigrún Á. Eiríksdóttir þýddi bókina