Síðasta lag fyrir myrkur - Undir Yggdrasil (e. Vilborgu Davíðsdóttur)
Hlaðvarp Bókasafns Hafnarfjarðar - A podcast by Bókasafn Hafnarfjarðar
Categories:
Síðasta lag fyrir myrkur er...Undir Yggdrasil e. Vilborgu Davíðsdóttur Hjalti Snær Ægisson bókmenntafræðingur leiðir okkur inn í kvöldið með bókum, sögum, sagnfræði og tónlist í bókmenntahlaðvarpi Bókasafns Hafnarfjarðar, einn eða með góðum gestum. Sestu í uppáhaldsstólinn þinn, helltu upp á kaffi og komdu með. Undir Yggdrasil er nýjasta skáldsaga Vilborgar og fylgir eftir fyrri verkum sögulegra skáldsagna sem segja frá Auði Djúpúðgu og ættlegg hennar. Andstæður heiðni og kristni, staða og líf kvenna á landnámsöld og hið óvænta ljós sem Vilborg hefur varpað á líf formæðra íslendinga hefur fest þessa bók, sem og fyrri bækur Vilborgar, vel í sessi hjá íslenskum lestrarunnendum. Tónlist: The Irish Heather (Elena Galitsina - Audio Jungle)