Síðasta lag fyrir myrkur - Auður (e. Vilborgu Davíðsdóttur)
Hlaðvarp Bókasafns Hafnarfjarðar - A podcast by Bókasafn Hafnarfjarðar
Categories:
Síðasta lag fyrir myrkur er...Auður e. Vilborgu Davíðsdóttur Hjalti Snær Ægisson bókmenntafræðingur leiðir okkur inn í kvöldið með bókum, sögum, sagnfræði og tónlist í bókmenntahlaðvarpi Bókasafns Hafnarfjarðar, einn eða með góðum gestum. Sestu í uppáhaldsstólinn þinn, helltu upp á kaffi og komdu með. Í framhaldi- ja, eða í öfuga átt, við síðasta þátt tekur Hjalti fyrir fyrstu bók sagnabálks Vilborgar sem fylgir lífi Auðar Ketildóttur Djúpúðgu. Síðast fylgdum við lífi barnabarns hennar í bókinni Undir Yggdrasil, en nú er leitað lengra aftur og við hefjum leika á Suðureyjum, þar sem Auður elst upp. Andstæður heiðni og kristni, staða og líf kvenna á landnámsöld og hið óvænta ljós sem Vilborg hefur varpað á líf formæðra íslendinga hefur fest þessa bók, sem og seinni bækur Vilborgar, vel í sessi hjá íslenskum lestrarunnendum. Tónlist: The Irish Heather (Elena Galitsina - Audio Jungle)