Ræmurýmið - Clue: The Movie

Hlaðvarp Bókasafns Hafnarfjarðar - A podcast by Bókasafn Hafnarfjarðar

Categories:

Ræmurýmið er kvikmynda- og ræmuunnendaklúbbur Bókasafns Hafnarfjarðar, og er í umsjón Gunnhildar Ægisdóttur, kvikmyndafræðings. Mánaðarlega kemur út stuttur hlaðvarpspistill um kvikmynd mánaðarins, og myndin svo sýnd á bókasafninu viku síðar.   Löngu áður en Ævar lét okkur velja sjálf endann, löngu áður en Netflix gerði Bandersnatch…var Clue! Þessi furðulega költræma frá 1985 skartar þremur endum, en þar sem að ekki var hægt að bara ýta á ‘back’ þurfti fólk að giska ansi mikið því mismunandi endar voru sendir mismunandi kvikmyndahúsum, einn í einu.    Meðal leikara eru Eileen Brennan, Tim Curry og Christopher Lloyd.