(ó)Vitinn - 2. þáttur - Þórunn Eva, rithöfundur og ofurkona

Hlaðvarp Bókasafns Hafnarfjarðar - A podcast by Bókasafn Hafnarfjarðar

Categories:

Í (ó)Vitanum fáum við að kynnast skemmtilegu og athyglisverðu fólki, skoða aðeins hvað er í gangi, hvað gaflarar og nýbúar jafnt eru að bardúsa, læra eitthvað nýtt, fræðast um eitthvað spennandi og heyra af skemmtilegum, öðruvísi og ótrúlegum hlutum sem koma upp hjá okkur á Bókasafni Hafnarfjarðar, Þórunn Eva kallar ekki allt ömmu sína, en hún er höfundur bókarinnar Mía fær lyfjabrunn, sem hún gaf út í samvinnu við hafnfirska teiknarann og rithöfundinn Bergrúnu Írisi. Bókin er ætluð langveikum börnum sem þurfa m.a. að fara í gegnum lyfjameðferðir ýmiskonar. Sagan af Míu er á ferð um heiminn, og er meðal annars á leið í birtingu í Svíþjóð. Þórunn ræðir við Hugrúnu Margréti um reynslu sína sem móðir tveggja langveikra barna, stofnun félaganna Zebrabörn og æsku sína, en Þórunn hefur staldrað við á ansi mörgum stöðum áður en hún snéri aftur heim í Hafnarfjörðinn.