Þáttur 80 - Andri Hrafn sálfræðingur um m.a andlega heilsu í íþróttum

Helgaspjallið - A podcast by Helgi Ómars

Categories:

Þátturinn er í boði: Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Dominos - www.dominos.is - IceHerbs - www.iceherbs.is Stundum gleymi ég að Andri félagi minn sé sálfræðingur því hann er svo brjálaðslega sætur. Ég sá viðtal við hann í sjónvarpinu þar sem hann er að tala um andlegu heilsuna í íþróttum og hann sagði margt svo áhugavert að ég varð að plata hann í þáttinn. Að setjast niður með honum var svo geggjað og spjalla um andlega heilsu meðal annars í íþróttum kveikti á allskonar spurningum. Hvenær verða íþróttir toxískar fyrir andlegu hliðina okkar? Hvernig hefur toxísk masculinity áhrif á andlegu hliðina? Afhverju höldum við oft að aðeins líkamleg heilsa sé svarið? Er hægt að gleyma sér í að verða betri líkamlega og gleyma andlegu hliðinni? Við förum um víðan völl í umræðunni og Andri er með svo marga geggjaða punkta og ég hlakka eiginlega til að plata hann aftur til mín. Njótið vel - Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus stúdíó-i Podcaststöðvarinnar -