Þáttur 109 - Camilla Rut um skilnaðinn, taugaáfallið og uppgjörið
Helgaspjallið - A podcast by Helgi Ómars

Categories:
Þátturinn er í boði: Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Sleepy - www.sleepy.is - IceHerbs - www.iceherbs.is Dr. Teals - Lyf & Heilsa, Hagkaup, Lyfja, Fjarðarkaup og fl Eftir mikla eftirvæntingu mætti perluspengjan, áhrifavaldurinn og söngkkonan Camilla Rut. Ef eitthvað einkennir þessa gleðibombu þá er það einlægni og það vantar ekkert uppá einlægnina í þessu viðtali. Við förum yfir baksögu skilnaðarins sem hún er að ganga í gegnum núna, hvernig hún hefur beitt sér andlega í kjölfarið, ásamt því að við gröfum aðeins inní fortíðina og framtíðina ásamt því að kynnast Camillu enn dýpra en við fáum að gera á samfélagsmiðlum. Camilla kemur með svo stórkostlega punkta og setur allt í svo skemmtilegt og fallegt myndrænt form sem var ekkert eðlilega mikið ánægja að fá að hlusta á og efa ekki að þið, kæru hlustendur geti tekið ýmislegt fallegt í sálina útfrá þessu spjalli. Njótið vel x Þessi þáttur var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar