Þáttur 100 - Sylvía Haukdal um tímamót, bróðurmissi og að fylgja sannfæringunni sinni

Helgaspjallið - A podcast by Helgi Ómars

Categories:

Þátturinn er í boði: Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið Dominos - www.dominos.is - IceHerbs - www.iceherbs.is Dr. Teals Fyrir landsmenn sem fylgja henni á Instagram þá er hún með silkimjúka rödd og bakar geggjaðar kökur. Í þessu spjalli fáum við að kynnast Sylvíu Haukdal örlítið betur og kemur í ljós að þessi dúnmjúka og viðkunnulega týpa er líka messí í eldhúsinu og með aðra hlið sem er örlítið meiri uppreisnaseggur en við fáum að sjá á samfélagsmiðlum og skemmti ég mér konunglega að spjalla við hana. Við ræðum tímamót í hennar lífi, sorgina vegna bróðurmissirs og magaermina sem vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum. Eins auðvelt og það er að elska hana í gegnum samfélagsmiðla, þá gerir þetta spjall það enn auðveldara, enda geggjuð kona að öllu leyti. Njótið vel - Þessi þáttur var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíói Podcaststöðvarinnar.