167| Hvað er framundan árið 2024?
Heimskviður - A podcast by RÚV - Saturdays
Categories:
Í þessum síðasta þætti ársins 2023 horfa Heimskviður til framtíðar, nánar tiltekið til ársins 2024 sem er handan við hornið. Við förum yfir sviðið með góðkunningjum þáttarins, Birni Malmquist, Dagnýju Huldu Erlendsdóttur, Hallgrími Indriðasyni, Oddi Þórðarsyni og Ólöfu Ragnarsdóttur og skoðum flestar heimsálfurnar. Hvernig þróast átökin sem geisa í heiminum og hvaða áhrif hafa þau utan átakasvæða? Hvað verður efst á baugi á Norðurlöndunum og í Afríku? Verður tekist á um þátttöku Ísrael í Eurovision og á Ólympíuleikunum, eins og var með Rússland í fyrra? Hvernig lítur árið 2024 út utan Íslands? Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.