Neðanjarðar
Heimildavarp RÚV - A podcast by RÚV

Categories:
Biðin langa Eftir sautján daga óvissu kom í ljós að námuverkamennirnir 33 voru heilir á húfi en þeir áttu eftir að dúsa fastir í 52 daga í viðbót. Í þættinum er fjallað um einangrunardvöl 33 námuverkamanna í San José námunni í norður Chile, hvernig þeir áttu samskipti við umheiminn og hvernig þeim var síðan bjargað aftur upp á yfirborð jarðar. Umsjón: Sigurlín Bjarney Gísladóttir. Framleiðsla: Þorgerður E. Sigurðardóttir. Tónlistin í þættinum er meðal annars eftir Hildi Guðnadóttur, Violetu Parra og Eydísi Evensen.