Þá var bara þögn

Heimildavarp RÚV - A podcast by RÚV

Categories:

Þáttur 2 af 2 Kvennaathvarfið er heimili um stundarsakir, athvarf fyrir konur og börn sem ekki geta búið heima hjá sér sökum ofbeldis. Í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá stofnun Kvennaathvarfsins kynnum við okkur tilurð þess að samtök um Kvennaathvarf voru stofnuð, förum yfir sögu Kvennathvarfsins og kynnum okkur starfsemi þess. Viðmælendur í þáttunum eru Elísabet Gunnarsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Drífa Jónasdóttir, Elísabet Ronaldsdóttir, Sonja Einarsdóttir og dóttir hennar, Emma. Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir.