Team America : World Police
Heimabíó - A podcast by Sigurjón og Tryggvi - Fridays
Categories:
Team America : World Police eftir Trey Parker og Matt Stone leit dagsins ljós árið 2004 og fagnar því 20 ára afmæli á næsta ári. Flestir ættu að þekkja nöfn Parker og Stone þar sem þeir hófu feril sinn á teiknimyndaþætti sem heitir South Park og er á 3 eða 4 seríu í dag, mögulega meira. Ég hugsa að það muni flestir eftir því þegar að Team America kom út og eru enn í dag að vitna í legendary línur eins og "Matt Damon" eða "Durka durka" enda handrit sem nálgast Shakespear í gæðum. Þremur árum áður féllu tvíburaturnarnir og Bandaríkjamenn voru í miðju "War on Terror" þegar að þessi mynd lítur dagsins ljós, lituð af viðburðum fyrri ára og innrása í mið-austurlönd. Parker og Stone hafa ekki miklar áhyggjur yfir því hvern þeir móðga en Bandaríkin, N-Korea, leikarastéttin sem telur sig vera breyta heiminum og fleiri verða fyrir öllu mögulegu skítkasti. Það heppnast líka alveg gríðarlega vel. Það sem kom mér mest á óvart við enduráhorfið, hafandi ekki séð hana síðan 2004, var hvað hún eldist vel. Team America er ennþá mjög fyndin, lögin eru geggjuð og leikmyndin er framúrskarandi. Ef þú hefur ekki séð hana þá mæli ég með henni.