Tónlistarhristingur - Átta liða úrslit

Heilahristingur - A podcast by RÚV

Categories:

Heilahristingur snýr aftur í dag og fram að páskum verður boðið upp á Tónlistarhristing. Lovísa Rut mun slást í hóp umsjónarmanna í skemmtilegri keppni þar sem átta lið mætast í hefðbundnum útslætti þar til tónfróðasta liðið stendur uppi sem sigurvegari á páskadag. Í þessum fyrsta þætti mæta plötusnúðar, þær Þura Stína og Sunna Ben liði Geirfuglanna, þeim Frey Eyjólfssyni og Halldóri Gylfa í hörkuspennandi og skemmtilegri viðureign.