Sjötti þáttur - Áramótahristingur

Í dag gamlársdag er á dagskrá sérstakur viðhafnar áramótahristingur. Allar spurningar dagsins munu tengjast árinu sem er að líða og í dag munu sitja þrír keppendur í hvoru liði sem bæði mynda fjölmiðlafólk af ýmsum miðlum. Fólk sem var áberandi á árinu, það skemmtilega sem gerðist, það skrýtna, það fréttnæma, Swedengate, boðorðin níu, sveitarstjórnarkosningarnar 2022 og fleira kemur við sögu í keppni dagsins. Gestaspyrill með Jóhanni Alfreð er Kristjana Arnarsdóttir. Oddur Þórðarson, fréttamaður situr sem stigavörður og er meðhöfundur spurninga ásamt Helga Hrafni Guðmundssyni. Liðin tvö sem mætast eru Atlið sem í eru Hólmfríður Ragnhildardóttir frá Morgunblaðinu, Sunna Valgerðardóttir frá Rás 1 og Atli Ísleifsson frá Stöð 2 og Vísi. Þau mæta liði Festivalsins sem mynda Berglind Pétursdóttir úr ritstjórn Vikunnar með Gísla Marteini, Freyr Rögnvaldsson frá Stundinni/Kjarnanum og Oddur Ævar Gunnarsson, Fréttablaðinu.

Om Podcasten

Heilahristingur er léttur og skemmtilegur spurningaþáttur þar sem tvö lið svara spurningum um allt milli himins og jarðar. Þetta misserið mun nýr gestaspyrill vikunnar sitja með Jóhanni Alfreð um hverja helgi og ákveða þemu þáttarins.