Sjónvarps- og kvikmyndahristingur - Átta liða úrslit
Heilahristingur - A podcast by RÚV

Categories:
Heilahristingur snýr aftur í dag og nú með nýju þema. Fram að jólum verður sjónvarps- og kvikmyndahristingur en allar spurningar munu tengjast sjónvarpsþáttum eða kvikmyndum með beinum eða óbeinum hætti. Átta lið hefja æsilega útsláttarkeppni þar til eitt lið stendur uppi sem sigurvegari í úrslitaþætti á annan dag jóla. Júlía Margrét Einarsdóttir verður þeim Jóhanni Alfreð og Helga Hrafni til halds trausts við spurningagerð og sem spyrill í seríunni. Í þessari fyrstu viðureign mæta skemmtikraftarnir Hjálmar Örn Jóhannsson og Eva Ruza Miljevic liði uppistandaranna Snjólaugar Lúðvíksdóttur og Vilhelm Neto í hörkuspennandi keppni.