Sjónvarps- og kvikmyndahristingur - Átta liða úrslit

Heilahristingur snýr aftur í dag og nú með nýju þema. Fram að jólum verður sjónvarps- og kvikmyndahristingur en allar spurningar munu tengjast sjónvarpsþáttum eða kvikmyndum með beinum eða óbeinum hætti. Átta lið hefja æsilega útsláttarkeppni þar til eitt lið stendur uppi sem sigurvegari í úrslitaþætti á annan dag jóla. Júlía Margrét Einarsdóttir verður þeim Jóhanni Alfreð og Helga Hrafni til halds trausts við spurningagerð og sem spyrill í seríunni. Í þessari fyrstu viðureign mæta skemmtikraftarnir Hjálmar Örn Jóhannsson og Eva Ruza Miljevic liði uppistandaranna Snjólaugar Lúðvíksdóttur og Vilhelm Neto í hörkuspennandi keppni.

Om Podcasten

Heilahristingur er léttur og skemmtilegur spurningaþáttur þar sem tvö lið svara spurningum um allt milli himins og jarðar. Þetta misserið mun nýr gestaspyrill vikunnar sitja með Jóhanni Alfreð um hverja helgi og ákveða þemu þáttarins.