Annar þáttur - Guðrún Sóley
Heilahristingur - A podcast by RÚV

Categories:
Gestastjórnandi vikunnar er að þessu sinni dagskrárgerðarkonan Guðrún Sóley Gestsdóttir. Guðrún stýrir áherslum og þemum í spurningum dagsins. Liðin tvö sem keppa er lið Stórveldisins sem mynda þeir Tómas Steindórsson og Snorri Másson en þeir mæta liði Veru Illugadóttur, dagskrárgerðarkonu og Veigu Grétarsdóttur kajakræðara. Meðal þess sem kemur við sögu í þætti dagsins eru söngleikir, sundlaugar á Íslandi, íslensk hlaðvörp og textar í íslenskum rapplögum.