Handkastið - Lið Grjótharða-gella, hver er Sigvaldi og vinnur Fram þrefalt?

Handkastið - A podcast by Handkastið

Gestir þáttarins að þessu sinni voru þau Tómas Þór Þórðarson og Þorgerður Anna Atladóttir. Farið var yfir síðasta leik 4. umferðar í Olís-deild karla og rýnt í stuðlana í næstu leikjum auk þess sem farið var yfir síðustu leiki í Olís-deild kvenna og spáð í næstu leiki. - Selfyssingar náðu í tvö stig í Eyjum þrátt fyrir ómannlega frammistöðu Kolla í marki ÍBV. - Stjörnustelpur komu til baka eftir hrunið gegn Fram og unnu HK á heimavelli. - Ekkert gengur hjá Elíasi Má og stelpunum hans í Haukum. - Umræða um landsliðsval Gumma Gumm. - Á Viktor Gísli heima í landsliðinu miðað við frammistöðu hans í vetur? - Hversu svekktur er Janus Daði? - Hver er Sigvaldi Guðjónsson? - Hvert á maður að setja peninginn sinn á Coolbet í næstu umferð? Allt þetta og miklu meira til í nýjasta þætti Handkastsins.