Handkastið - Jólasveinar með flautu, hundur í settinu og Óli (ó)sýnilegi

Handkastið - A podcast by Handkastið

Gestur þáttarins að þessu sinni var Baldvin hinn Fróði Hauksson þjálfari akademíunnar í Kópavogi. Í þættinum fórum við yfir 7. umferðina í Olís-deild karla, ræddum aðeins um Grillið og tvær meiðslasögur duttu inn í lokin. Umferðin var söguleg í meira lagi því fjórir leikir af sex enduðu með jafntefli og mikil umræða skapaðist á samfélagsmiðlum yfir dómgæslunni. Þjóðin er greinilega að fylgjast með þjóðarsportinu. Auk þess völdum við Coolbet leikmann umferðarinnar. - Langur dagur í Mosó - Dómararnir stálu senunni í Pizzabænum - Sömu dómarar við störf í Eyjum þar sem Agnar Smári og Róbert Aron eignuðu sér sinn gamla heimavöll - Læðan læddist og ungu strákarnir stóðu sig vel í Austurblokkinni - Tarik "the clutch" Kasumovic - Stál í stál á Nesinu - Framarar teknir í Stjörnuna - Fjölnir að pakka saman óspennandi Grill66-deildinni - Meiðslasögur úr 220 - Coolbet leikmaður umferðarinnar í boði Coolbet