Handkastið - Er veðmálavandi í íslenskum handbolta?

Handkastið - A podcast by Handkastið

Gestur þáttarins að þessu sinni er Guðmundur Sigurðsson nemi við sálfræði við HÍ en hann gerði BS-rannsókn um veðmálaþátttöku handboltamanna á Íslandi. Í rannsókninni kom fram að tæp­lega 47% leik­manna úr fé­lagsliðum Íslands­móts­ins hafi tekið þátt í pen­inga­spil­um. Af þeim sem veðjuðu á hand­bolta­leiki höfðu 38% veðjað á leiki í eig­in deild og rúm­lega 10% veðjað á eig­in leik. Við ræddum um rannsóknina, lög og reglur HSÍ varðandi veðmálaþáttöku leikmanna, fórum yfir siðareglur HSÍ og margt fleira. Að lokum fórum við svo yfir stuðlabergið fyrir næstu umferð í Olís-deild karla sem hefst seinni partinn í dag.