Heimsfaraldur og eldgos

Hádegið - A podcast by RÚV

Categories:

Það er óhætt að segja að tvennt hafi staðið upp úr á árinu og tekið yfir nær alla fjölmiðlaumfjöllun: COVID-19 heimsfaraldur og eldgos í Fagradalsfjalli. Nú kannski vonuðust margir eftir því að með árinu sem brátt er nú búið - færi Covid líka. En það virðist ekki ætla að vera raunin. Aldrei hefur verið meira um smit en einmitt nú - smitmet eru slegin dag eftir dag og allt að tveggja tíma bið er eftir sýnatöku. Væntingar til eldgossins voru kannski aðeins aðrar - í tilfelli þess óttuðust kannski margir að náttúrusjónarspilinu yrði lokið með árinu sem er að líða - enda lítið að frétta af því undanfarið. Þar til nú. Mikil skjálftavirkni hófst við Fagradalsfjall 21. desember, sem enn stendur yfir. Bara í gær voru hátt í þrjú þúsund skjálftar á Reykjanesskaga. Og nú segja náttúruvársérfræðingar líkur á eldgosi vera að aukast. Við spyrjum Kristínu Jónsdóttur jarðskjálftafræðing og hópstjóra náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni nánar út í hugsanlegt gos í seinni hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.