Björn Gunnlaugsson og Doddi litli
Gleymdar perlur níunnar - A podcast by RÚV

Categories:
Hópur fólks var fengin til að velja tónlist frá níunda áratug síðustu aldar. Lögin þurftu að hafa ná einhverjum vinsældum en náði kannski aldrei til Íslands og/eða eru að mestu gleymd í dag. Þórður Helgi Þórðarson og Björn Gunnlaugsson skoða nokkrar dægurperlur sem nutu vinsælda í eina tíð. Björn Gunnlaugs 777-9311 The time Just an illusion - Imagination Talking in your sleep - The Romantics Boys - Sabrina Love Missile F1-11 - Sigue Sigue Sputnik Joe le taxi - Vanessa Paradis Kayleigh - Marillion Hvað er 80´s? Er það Duran Duran og Wham? eða varð það Boy George og Rick Ashley? Fyrir mörgum er þessi ágæti áratugur ekkert nema froða skærir litir og legghlífar en var eitthvað meira í gangi? Hvernig var tónlistin fyrir utan það sem við heyrum í dag? Þórður Helgi Þórðarson fékk hóp fólks úr öllum áttum til að velja gleymdar perlur níundaáratugarins til þess að kanna hvort það hafi verið eitthvað meira, eitthvað annað en froðan sem við þekkjum í dag. Reglurnar voru einfaldar, hópurinn átti að koma með tillögur af lögum sem náðu einhverjum vinsældum á sínum tíma en eru að mestu hætt að heyrast í dag. Þetta er verkefni fyrir unga fólkið sem er með ákveðnar hugmyndir um tónlist áratugarins, 80´s var bara svo miklu meira en bara Duran og Wham. Hallaðu þér aftur, hlustaðu á gleymdar en glæsilegar perlur frá þessum magnaða áratug sem margir telja þann lélegasta í dægurlagasögunni... þangað til að það fólk hlustar á „Gleymdar perlur áttunnar“