Frú Barnaby: S3E14 - Grafið í stein

Frú Barnaby - Hlaðvarp Lóu og Móu - A podcast by frubarnaby

Categories:

Góðvinur Frú Barnaby er mættur í stúdíóið, það eru íshnettir í glösum og vorsólin skín inn um þakgluggann. Myndlistamaðurinn Matthías Rúnar Sigurðsson heiðrar okkur í þetta skiptið með nærveru sinni og hefur heldur betur náð Coco á sitt band Lóu til mikillrar gleði. Það er farið vítt og breitt um Midsomer og bera Ostamorðin á góma. Við leggjum af stað í ferðalag um hugarheim listamannsins; skordýr, steinar, barnæskan á Bretlandseyjum, amerísk sódóma, heimspeki heimsins og hið eilífa jarðaber eru viðkomustaðir á leiðinni.