Frú Barnaby: S2E11 - Þriðji vitringurinn

Frú Barnaby - Hlaðvarp Lóu og Móu - A podcast by frubarnaby

Categories:

Lóa og Móa eru mættar í Stúdíóið og sötra jólabjór. Gestrisnir vesturbæingar og mjög miklir Barnabyaðdáendur buðu Móu og fjölskyldu að upplifa jól í vesturbænum og að horfa á Jólabarnabyþáttinn, Ghosts of Christmas past. Lóa og Móa tala þennan þátt og jólin í vesturbænum. Þær stöllur kryfja jólahefðir í Midsomer sem og hjá þeim sjálfum. Þær tala um jólakortin frá öllum mögulegum sjónarhornum. Díönuhornið er tekið með stæl og við uppljóstrum hvað þú færð í jólagjöf og í lok þáttarins eru svo síðustu jólakveðjur ársins sendar út.