Systkini rífast og hvað svo?

Systkinaerjur má sennilega finna á langflestum heimilum og halda ömmgurnar áfram að kryfja þau mál. Þær spurðu fylgjendur á samfélagsmiðlum hvernig málum væri háttað hjá þeim og fengu frábærar viðtökur.  Niðurstöðurnar komu ekki á óvart; langflest systkini rífast. Þær ræddu þá hvernig er hægt að bregðast við og hjálpa börnum sem lenda í þessum vanda. Þær mæla með nokkrum ráðum sem geta komið í veg fyrir stóra árekstra; halda röð, reglu og rútínu eftir fremsta megni, vanda okkur sem fyrirmyndir, vinna með átakasvæðin og álagstímana, veita athygli þegar vel gengur, gæta jafnræðis milli systkina, ákveða hvenær skal grípa inn í og hvenær ekki. Katla á frábær lokaorð að vanda.Fjölskyldan ehf á facebookFjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: [email protected]ðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn. Fjölskyldan ehf á facebook Fjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: [email protected]

Om Podcasten

Margrét Pála og Móey Pála spjalla saman um fjölskylduna ehf, heimilislíf, uppeldi og er ekkert mannlegt óviðkomandi í þessu einlæga og skemmtilega hlaðvarpi. Fleiri fjölskyldumeðlimir kveða sér líka hljóðs enda er um Fjölskylduna ehf. að ræða. Margrét Pála setur sig í stellingar sem amma, senn langaamma og fær dótturdóttirin Móey Pála tækifæri til að spyrja ömmu um allt sem verðandi mæður velta fyrir sér 😊 Þær hafa kallað sig ömmgur (amma og dótturdóttir) frá því Móey var lítil stúlka en þær hafa alla tíð átt afar sterkt og sérstakt samband. Hlustendur fá einnig einstakt tækifæri til að kynnast því og fylgja meðgöngu Móeyjar og öllu sem fylgir þessu hamingjuríka og í senn krefjandi hlutverki; foreldrahlutverkinu! Margrét Pála, eða Magga Pála eins og hún er landsmönnum kunn, er frumkvöðull í menntamálum á Íslandi, höfundur Hjallastefnunnar og ötull talsmaður barna. Hún brennur fyrir uppeldi sem og Móey Pála, dótturdóttir hennar, en hún er uppeldis- og menntunarfræðingur.Tónlistarstef þáttarins er eftir Valgeir Guðjónsson og þættirnir eru teknir upp í stúdíó Lubba Peace undir stjórn Inga Þórs Ingibergssonar.