Heilsa, veikindi og bólusetningar barna

Móey Pála og Adeline Brynja komu með ömmu Brynju í hljóðver að þessu sinni. Hún er hjúkrunarfræðingur sem vinnur á barnaspítala Hringsins. Mæðgurnar spjölluðu um heilsu, veikindi barna og bólusetningar. Þær ræddu hita í börnum, verkjalyf og hverju er gott að fylgjast með þegar börn eru veik og hvenær skal leita til læknis með börn yngri en 3 mánaða. Þær ræddu líka foreldrahópa á samfélagsmiðlum og fyrirspurnir varðandi heilsu barna þar inni. Sýklalyfjagjöf bar einnig á góma ásamt kvíða og mörgu fleiru.Katla sá um kynningu og lokaorð af sinni alkunnu snilld.Fjölskyldan ehf á facebookFjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: [email protected]ðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn. Fjölskyldan ehf á facebook Fjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: [email protected]

Om Podcasten

Margrét Pála og Móey Pála spjalla saman um fjölskylduna ehf, heimilislíf, uppeldi og er ekkert mannlegt óviðkomandi í þessu einlæga og skemmtilega hlaðvarpi. Fleiri fjölskyldumeðlimir kveða sér líka hljóðs enda er um Fjölskylduna ehf. að ræða. Margrét Pála setur sig í stellingar sem amma, senn langaamma og fær dótturdóttirin Móey Pála tækifæri til að spyrja ömmu um allt sem verðandi mæður velta fyrir sér 😊 Þær hafa kallað sig ömmgur (amma og dótturdóttir) frá því Móey var lítil stúlka en þær hafa alla tíð átt afar sterkt og sérstakt samband. Hlustendur fá einnig einstakt tækifæri til að kynnast því og fylgja meðgöngu Móeyjar og öllu sem fylgir þessu hamingjuríka og í senn krefjandi hlutverki; foreldrahlutverkinu! Margrét Pála, eða Magga Pála eins og hún er landsmönnum kunn, er frumkvöðull í menntamálum á Íslandi, höfundur Hjallastefnunnar og ötull talsmaður barna. Hún brennur fyrir uppeldi sem og Móey Pála, dótturdóttir hennar, en hún er uppeldis- og menntunarfræðingur.Tónlistarstef þáttarins er eftir Valgeir Guðjónsson og þættirnir eru teknir upp í stúdíó Lubba Peace undir stjórn Inga Þórs Ingibergssonar.