Who Moved My Cheese - Breytingar: Hvað myndir þú gera ef þú værir ekki hrædd/ur

Who Moved My Cheese eftir Spencer Johnson kom út árið 1998 og er ein vinsælasta stjórnenda- og fyrirtækjabók allra tíma og hefur frá því hún kom út selst í tæplega 30 milljónum eintaka. Bókin var á tímabili mest selda bókin á Amazon.com og hefur verið þýdd á ótal tungumál. Ein helsta ástæðan fyrir því að fyrirtæki breytast ekki hraðar en þau gera er að það er of mikið af fólki sem berst gegn breytingum. Frábær bók fyrir þá sem glíma við breytingar á vinnustaðnum eða heima fyr...

Om Podcasten

Firmað ritar fjallar um bækur sem breyttu heiminum og um leið hafa haft áhrif á umsjónarmenn. Kjartan Örn Sigurðsson og Kolbeinn Marteinsson kynntust í Háskóla Íslands í kringum aldamótin þar sem þeir námu stjórnmálafræði. Eftir HÍ fóru þeir í framhaldsnám, viðskipti og í að þróa sinn starfsframa. Nú sem miðaldra karlar hafa þeir snúið bökum saman reynslunni ríkari að eigin sögn. Hér ræða þeir til skiptis bækur sem hafa gagnast þeim undanfarin 20 ár, í viðskiptum, rekstri, einkalífi eða einfaldlega veitt þeim innblástur og gleði. Firmað ritar er því fyrir öll þau sem vilja bæta sig og vonandi um leið læra eitthvað nýtt. Athugið að þættirnir eru gefnir út þegar tími gefst.