Raving Fans - viðskiptavinirnir eiga að elska þig

Raving Fans er skrifuð af Ken Blanchard og Sheldon Bowles sem hafa selt meira en 12 milljónir eintök af bókunum sínum á tuttugu og fimm tungumálum.Í bókinni nota höfundarnir frábær dæmi og skemmtilegan söguþráð til að útskýra hvernig skapa á framtíðarsýn, skilja hvað viðskiptavinurinn er nákvæmlega að leita eftir, mikilvægi ferla og hvernig veita á þjónustuupplifun sem breytir viðskiptavinum í aðdáendur.Bókin er auðlesin, aðeins 137 blaðsíður og kom fyrst út árið 1993.

Om Podcasten

Firmað ritar fjallar um bækur sem breyttu heiminum og um leið hafa haft áhrif á umsjónarmenn. Kjartan Örn Sigurðsson og Kolbeinn Marteinsson kynntust í Háskóla Íslands í kringum aldamótin þar sem þeir námu stjórnmálafræði. Eftir HÍ fóru þeir í framhaldsnám, viðskipti og í að þróa sinn starfsframa. Nú sem miðaldra karlar hafa þeir snúið bökum saman reynslunni ríkari að eigin sögn. Hér ræða þeir til skiptis bækur sem hafa gagnast þeim undanfarin 20 ár, í viðskiptum, rekstri, einkalífi eða einfaldlega veitt þeim innblástur og gleði. Firmað ritar er því fyrir öll þau sem vilja bæta sig og vonandi um leið læra eitthvað nýtt. Athugið að þættirnir eru gefnir út þegar tími gefst.