Delivering Happiness - Saga Tony Hsieh stofnanda Zappos

Bókin Delivering Happiness: A Path to Profits, Passion, and Purpose kom út árið 2010. Þar er ævintýralegri ævi Tony Hsieh rakin en hann stofnaði tvö fyrirtæki Linkexchange sem selt var til Microsoft og netverslunina Zappos sem seld var til Amazon.  Í bókinni kynnumst við frumkvöðli sem áttar sig fljótlega að leikurinn snýst um annað og meira en að græða peninga. Tony lést af slysförum í nóvember 2020 aðeins 47 ára gamall. Bókina má kaupa á Amazon Og hana má einnig fá á Audible 

Om Podcasten

Firmað ritar fjallar um bækur sem breyttu heiminum og um leið hafa haft áhrif á umsjónarmenn. Kjartan Örn Sigurðsson og Kolbeinn Marteinsson kynntust í Háskóla Íslands í kringum aldamótin þar sem þeir námu stjórnmálafræði. Eftir HÍ fóru þeir í framhaldsnám, viðskipti og í að þróa sinn starfsframa. Nú sem miðaldra karlar hafa þeir snúið bökum saman reynslunni ríkari að eigin sögn. Hér ræða þeir til skiptis bækur sem hafa gagnast þeim undanfarin 20 ár, í viðskiptum, rekstri, einkalífi eða einfaldlega veitt þeim innblástur og gleði. Firmað ritar er því fyrir öll þau sem vilja bæta sig og vonandi um leið læra eitthvað nýtt. Athugið að þættirnir eru gefnir út þegar tími gefst.