Töfrarnir í tölvunni hans Mats
Þetta helst - A podcast by RÚV
Categories:
Þegar norsku hjónin Robert og Trude Steen misstu son sinn Mats úr vöðvarýrnunarsjúkdómi fyrir tíu árum héldu þau að sonur þeirra hefði kvatt einmanna og sveltur á félagsleg tengsl. Fátt benti til þess að sagan hans Mats ætti eftir að hreyfa við milljónum manna um allan heim. Hvað þá enda sem ævintýri á hvíta tjaldinu. Robert Steen sagði Þóru Tómasdóttur sögu sonar síns sem nú er orðin að kvikmyndinni Ibelin.