Tímamót í vaxtamálinu

Þetta helst - A podcast by RÚV

Podcast artwork

Categories:

Tímamót verða í vaxtamálinu svokallaða eftir rúma klukkustund þegar hæstiréttur kveður upp dóm sinn í máli tveggja lántakenda vegna skilmála í lánasamningi um verðtryggt lán á breytilegum vöxtum. Þetta er annað málið af fjórum sem lántakendur höfðuðu með fulltingi Neytendasamtakanna árið 2021. Um fátt hefur verið rætt meira en fyrsta málið sem leitt var til lykta um miðjan október - enda hafði það mikil áhrif á húsnæðismarkaðinn. Í þættinum eru rætt um áhrifin hingað til og velt upp hver áhrif þessa máls gætu orðið. Viðmælendur: Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna Már Wolfgang Mixa, dósent í viðskiptafræði Umsjón: Ingvar Þór Björnsson