Mandarínuneyslan mest í myrkrinu II
Þetta helst - A podcast by RÚV
Categories:
Við borðum margar milljónir af mandarínum á hverju ári á Íslandi, langmest á aðventunni. Við torgum svona þrjátíu stykkjum á haus að meðaltali. Aldrei virðumst við kunna okkur hóf, en þessi ofsaneysla á mandarínum skýrist kannski af því að fyrir ekkert svo löngu fengust bara engir ávextir hér á sómasamlegu verði. Sunna Valgerðardóttir fjallar um mandarínur og klementínur, ávexti sem vér þekkjum fólk á, myglaðar mandarínur, eitraðar mandarínur og ómissandi jólaávexti. Hljómsveitin Eva leikur undir.