Kvarta undan starfsmannaleigunni Norbygg í Hveragerði

Þetta helst - A podcast by RÚV

Categories:

Lettarnir Sandris Slogis og Egils Baldonis unnu hjá starfsmannaleigunni Norbygg hér á landi. Báðir lentu í erfiðleikum sem tengjast þessari vinnu þeirra fyrir Norbygg. Þessi starfsmannaleiga er skráð í Hveragerði á Suðurlandi og er í eigu lettneskrar konu sem heitir Ilona Osmana. Málefni starfsmannaleigna hafa mikið verið í umræðunni síðustu vikurnar eftir að fréttaskýringaþátturinn Kveikur fjallaði um þær í lok september. Í þættinum voru meðal annars birt viðtöl við Sandris og Egils um reynslu þeirra af að vinna á starfsmannaleigu á Íslandi. Þessi starfsmannaleiga er Norbygg. Í samtali við Þetta helst segir Ilona Osmana að flestir starfsmenn Norbygg séu ánægðir í vinnunni. Hún segir að fyrirtækið hafi fengið viðurkenningu sem framúrskarandi fyrirtæki, sé með jafnlaunavottun og átta ára rekstrarsögu. Illona segir að staða fyrirtækisins væri ekki svona góð ef það myndi koma illa fram við starfsfólk. Rætt er við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingkonu Pírata, Halldóru Sigríði Sveinsdóttur, formann Stéttarfélagsins Bárunnar á Selfossi, og Illona Osmana í þættinum.