Kjarabrotamálin hjá verkalýðshreyfingunni gegn starfsmannaleigunni Seiglu

Þetta helst - A podcast by RÚV

Categories:

34 kjarabrotamál eru opin hjá Verkalýðsfélaginu Hlíf gegn starfsmannaleigunni Seiglu. Verkalýðshreyfingin hefur þurft að hafa ítrekuð afskipti af starfsmannaleigunni fyrir hönd félagsmanna sinna. Þessi afskipti hófust um vorið 2023 þegar starfsmaður Seiglu varð fyrir líkamsárás og Verkalýðsfélagið Hlíf þurfti að aðstoða hann. Síðan þá hafa tugir nýrra mála komið upp. Eigandi Seiglu og lögmaður starfsmannaleigunnar hafna ásökunum um kjarabrot gegn starfsmönnum. Í þættinum er rætt við Gundega Jaunlinina hjá Hlíf og Sögu Kjartansdóttur hjá ASÍ um málið. Lögmaður Seiglu, Skúli Sveinsson, svarar fyrir hönd starfsmannaleigunnar.