Bláa lónið: mikill arður og ódýr garður
Þetta helst - A podcast by RÚV
Categories:
Nú rísa varnargarðar á Reykjanesskaganum sem eiga að koma í veg fyrir að mikilvægir innviðir fari undir hraun í eldgosi. Tíminn gæti verið naumur, þetta er risastór framkvæmd, kostar mikið og almenningur borgar. Garðarnir eru tveir og eiga að vernda Svartsengi, sem sér um tíu prósent þjóðarinnar fyrir hita og rafmagni. Bláa lónið verður líka varið. Fasteignaeigendur greiða brotabrotabrot af brunabótamati hússins í sjóðinn. Þar með taldir eru eigendur Bláa lónsins. Sunna Valgerðardóttir skoðar lónið sem á að verja, sögu þess og stöðu.