Engar stjörnur #9 - Ísbrjótar íslenskrar kvikmyndasögu
Engar stjörnur - A podcast by Engar stjörnur
Categories:
Gestur þáttarins er Gunnar Tómas Kristófersson og rætt er um tvær konur sem sannarlega voru ísbrjótar í íslenskri kvikmyndasögu. Annars vegar Ruth Hanson, dans- og íþróttakennara, sem varð fyrst kvenna til að gera kvikmynd hér á landi. Þá er sjónum einnig beint að Svölu Hannesdóttur, sem Gunnar Tómas segir leikstjóra fyrstu íslensku listamyndarinnar.